- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í héraðsdómi í dag, þar sem málflutningur fer fram vegna lögbanns á umfjöllun Stundarinnar um gögn úr Glitni HoldCo, m.a. gögn um fjármál fyrrum forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar, hefur mikið verið vísað til 25. greinar Laga um fjölmiðla, en blaðamenn hafa neitað að tjá sig um heimildir sínar og vísað í þessa lagagrein. Greinin hljóðar svona:
„25. gr. Vernd heimildarmanna.
Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum.
Bann 1. mgr. gildir einnig um þá sem vegna tengsla við fjölmiðlaveitu eða framleiðslu efnis hefur orðið kunnugt um hver heimildarmaður eða höfundur er eða hefur undir höndum gögn þar að lútandi.
Heimildarvernd skv. 1. og 2. mgr. verður einungis aflétt með samþykki viðkomandi heimildarmanns eða höfundar eða á grundvelli 119. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008.“
Dómari hefur úrskurðað að blaðamennirnir þurfi ekki að svara spurningum um heimildamenn sína.