Umsóknarfrestur um fjölmiðlaverðlaun

Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.
Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum vegna tvennra verðlauna sem ráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningar vegna verðlaunanna skulu berast í síðasta lagi 25. ágúst 2017. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi frétt, sem er að finna á:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/06/23/Oskad-eftir-tilnefningum-til-verdlauna-a-Degi-islenskrar-natturu/  

  • Fjölmiðlaverðlaunin geta hlotið fjölmiðill, ritstjórn, blaða- eða fréttamaður, dagskrárgerðarfólk, ljósmyndari eða rithöfundur sem hefur skarað fram úr með umfjöllun sinni um umhverfismál og/eða íslenska náttúru undangengna tólf mánuði (tímabilið ágúst – ágúst). Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um náttúru og umhverfismál. 
  • Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.

 Á síðasta ári hlaut útvarpsþátturinn Samfélagið verðlaunin.