- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bæði Alþjóðasamband og Evrópusamband blaðamanna (IFJ og EFJ) hafa fordæmt vaxandi ofbeldistal gegn blaðamönnum í Úkraínu.
Þann 30. maí sl. skrifaði talsmaður ríkissaksóknara í landinu, Larissa Sargan, upp lista með 26 svokölluðum „svikurum“ sem höfðu gagnrýnt framgang lögregluyfirvalda varðandi umdeildri sviðsetningu leyniþjónustunnar á morði á blaðamanninum Arkady Babcenko. Á lista talsmanns saksóknara yfir „svikara“ voru tveir blaðamenn, en það eru annars vegar Myroslava Gongadze og hins vegar Sergie Tomilenko, sem jafnframt er formaður Blaðamannafélags Úkraínu.
Um miðjan maí, veittist forseti úkraísnska þingsins, Iryna Gerashchenko, að Blaðamannafélagi Úkraínu þegar hún sakaði félagið um að vinna í þágu „áróðursmeistara Krelmlar“ og í framhaldinu þurfti Sergie Tomilenko að sitja undir verulegri ofbeldisumræðu á netinu, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þess var krafist að leyniþjóinustan handtæki hann og setji í fangelsi.
„Við fordæmum harðlega þessar hótanir frá opinberum embættismönnum og krefjumst þess að stjórnvöld stöðvi allar ógnanir sem beinst gegn blaðamönnum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá framkvæmdastjórum IFJ og EFJ. Félögin eru þegar búin að tilkynna áhyggjur sínar til seturs Evrópuráðsins um vernd blaðamanna.