- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmiðlasirkusinn í kringum Donald Trup Bandaríkjaforseta hefur náð nýjum hæðum í gær og í dag í kjölfar þess að Trump útnefndi verðlaunahafa fyrir „falskar fréttir“ (fake news) í gær. Forsetinn upplýsti um „sigurvegarana“ á Twitter sem voru af ýmsum toga, en sérstaklega voru þó nefndir miðlar eins og New York Times og CNN. Þá voru nöfn verðlauhafanna í heild birt á vefsíðu landsnefndar Repúblikanaflokksins, sem hrundi fljótlega vegna álags!
Það vekur hins vegar athygli að ýmsir samflokksmenn Trump eru lítt hrifnir af þessum skilmingum hans við fjölmiðla og velta menn því nú fyrir sér hvort þetta muni koma sterklega í bakið á forsetanum þar sem hann kunni að missa stuðning innan flokksins.
Hér má sjá áhugaverða samantekt um málið