- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson hlutu í dag fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, sem var í gær.
Þeir Tómas og Ólafur Már fá fjölmiðlaverðlaunin fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúru á síðustu tólf mánuðum. Segir í rökstuðningi nefndarinnar að þeir félagar hafi heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér samfélagsmiðla og aðra fjölmiðla til að koma þessu efni á framfæri. „Tómas og Ólafur Már hafa verið óþreytandi við að halda íslenskri náttúru á lofti í fjölmiðlum, hefðbundnum sem óhefðbundum, á síðastliðnu ári og er það samdóma álit dómnefndar að með því hafi þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, svo sem fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er enn fremur lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.“
Auk þeirra Tómasar og Ólafs Más vour tilnefnd til verðlaunanna þau Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísir.is, Bylgjunni og Stöð 2 fyrir umfjöllun um loftslagsmál og Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Mbl.is fyrir greinaflokkinn Mátturinn eða dýrðin.
Dómnefndina í ár skipuu þau Ragna Sara Jónsdóttir formaður, Jón Kaldal og Valgerður Anna Jóhannsdóttir.