- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt sex öðrum samtökum sendi í dag frá sér opið bréf til erlendra sendimanna á Möltu þar sem þeir eru hvattir til að fylgjast með og spyrjast fyrir um rannsóknina á morðinu á Daphne Caruana Galizia. Í bréfinu segir m.a. að „þinn áhugi og eftirgrennslan um mál þetta hefur áhrif á þau viðmið og forsæmi sem gefa til kynna hvað er ásættanlegt innan Evrópusambandsins.“
Sem kunnugt er var Daphne Caruana Galizia blaðamaður og bloggari sem skrifaði um spillingu í heimalandi sínu og lét ítrekaðar hótanir ekki stoppa sig. Hún hélt áfram skrifum sínum þrátt fyrir að lögregla á Möltu stæði sig ekki í að veita henni nauðsynlega vernd, en hún var mynt þegar bifreið hennar var sprengd upp í október í fyrra.