- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Stuðningur ríkissjóðs við einkarekna fjölmiðla verður aukinn um 400 milljónir króna á ári samkvæmt nýframkominni endurskoðaðri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Rekstrarstuðningurinn við þá verður því rúmlega tvöfaldaður. Framlög til RÚV úr ríkissjóði verða einum og hálfum milljarði hærri árið 2028 en þau eru í ár. Vinna á að því að draga úr umsvifum ríkismiðilsins á auglýsingamarkaði.
Samkvæmt greiningu Heimildarinnar á hinni ný-endurskoðuðu fjármálaáætlun verður árlegur stuðningur við einkarekna fjölmiðla aukinn um 400 milljónir króna á næsta ári og verður þá alls um 777 milljónir króna. Viðbótarframlagið, sem ætlað er „tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði“, mun verða tryggt til fimm ára eða út árið 2028. Auk þess stendur til að festa gildandi styrkjakerfi í sessi út sama tímabil.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar stendur til að miðla viðbótarfjárhæðinni til fjölmiðla í gegnum skattaívilnun og er aðgerðinni ætlað að hvetja fjölmiðla til að taka upp áskriftarfyrirkomulag. Útfærsla á leiðinni er þó ekki tilgreind í áætluninni.