- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Árásir á fjölmiðlamenn taka á sig ýmsar myndir og í Serbíu kom upp mál fyrir helgi þar sem fótboltabullur gerðu aðsúg að fréttamönnum og hindruðu þá í að sinna störfum sínum. Þetta hefur orðið til þess að öll blaðamannasamtök í landinu auk Evrópusambands blaðamanna (EFJ) og Alþjóðasambands blaðamann (IFJ) hafa fordæmt málið og skora á stjórnvöld að rannsaka það og draga gerendur til ábyrgðar. Málið er enda alvarlegt því aðsúgurinn var bæði í formi ókvðisorða og hótana og beinlínis líkamlegs ofbeldis. Tilkynning um þetta hefur verið send til Viðbragsnefndar Evrópuráðsins um ofbeldi gegn blaðamönnum, enda málið til vitnis um versnandi vinniaðstæður blaðamanna í landinu.
Málavextir voru þeir að tvær sjónvarpsstöðvar voru að fara að dekka fótboltaleik milli Red Star Belgrad og Young Boys Belgrad og í umfjölluninni fyrir leikinn voru báðar þessar stöðvar að segja frá, mynda og taka viðtöl við fólk vegna skriðdreka sem stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar höfðu komið fyrir utan við leikvanginn.
Þegar sjónvarpsfréttamenn voru við vinnu sína, þeir Mladen Savatovic frá stöðnni TV N1 og Dejan Kozul frá bosnísku stöðinni Federalna TV, gerðu bullur atlögu að þeim, hrópuðu ókvæðisorð og reyndu að brjóta og skemma myndavélar og míkrófóna og voru með ógnandi spurningar um uppruna og markmið með fréttaflutningi.