- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Rússland og Pútín forseti þess eru fréttaefni sem fá forgang í dönskum fjölmiðlum, janft í tengslum við ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, Úkraínumál og njósna- og tölvuhakkaramál í Bandaríkjunum. En Rússland og Pútín eru líka fréttaefni í Danmörku vegna stöðu sinnar sem helstu andstæðingar NATO, ESB og Danmerkur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um Rússland í dönskum fjölmiðlum sem Norræni blaðamannaskólinn í Árósum hefur sent frá sér og er hluti af stærra verkefni sem enn er í gangi og miðar að því að kortleggja umfjöllun á Norðurlöndum um Rússland og umfjölun í Rússlandi um Norðurlönd.
Þrátt fyrir daglega og oft á tíðum viðamikla umfjöllun um Rússland er það niðurstaða skýrslunnar að fjölmiðlanotendur sitji uppi með að takmarkaða mynd af stöðu mála þar og að Danir eigi því erfitt með að sikilja Rússland nútímans.