- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Pressukvöld verður haldið nk. miðvikudag, 22.febrúar, í Blaðamannaklúbbnum, sal Blaðamannafélags Íslands Síðumúla 23, kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er: "Rannsóknin á hvarfi Birnu Brjánsdóttur Samstarf og samskipti við fjölmiðla. Hvernig hjálpuðu fjölmiðlar til við málið og hvað hefði mátt fara betur? "
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verða á pressukvöldinu þar sem þau fara yfir rannsóknina á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur og þátt fjölmiðla í málinu.
Blaða- og fréttamenn eru hvattir til að mæta.