- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Pulitzer verðlaunin voru afhent í gærkvöld í Bandaríkjunum og voru stórblöðin New York Times og Washington Post áberandi meðal helstu vinningshafa. Verðlaun í flokki blaðamennsku í almannaþágu fengu New York Times fyrir fréttavinnslu undir forustu Jodi Kantor og Megan Twohey annars vegar og hins vegar The New Yorker fyrir fréttiavinnslu með Ronan Farrow í forsvari. Viðfangsefni þessara frétta var kynferðisleg áreitni áhrifamanna þar á meðal í Hollywood, fréttir sem síðan höfðu gríðarleg áhrif um allan heim.
Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fóru hins vegar til ritstjórnar Washington Post fyrir umfjöllun um misnotkun Roy Moore, frambjóðanda í Alabama til öldungadeildarinnar, á unglingsstúlkum og tilraunum til að eyðileggja trúverðugleika þeirra blaðamanna sem upplýstu um þetta.
Pulitzer verðlaunin eru veitt í einum 14 flokkum fyrir blaðamennsku af ýmsu tagi og meira um verðlaunahafana má sjá á heimasíðu verðlaunanna.