- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Oddur Ólafsson, blaðamaður og handhafi blaðamannaskírteinis númer 8, lést þann 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist þann 28. júlí 1933. Foreldrar hans voru Ólafur A. Kristjánsson, verkamaður og síðar bæjargjaldkeri í Hafnarfirði, f. 25. júlí 1904 d. 16. janúar 1986 og Sigurborg Oddsóttir, húsmóðir, f. 5. júlí 1908 d. 18. maí 1995.
Eiginkona Odds var Sigríður Ásdís Þórarinsdóttir, meinatæknir f. 18. júlí 1938 d. 11. apríl 2012.
Oddur hóf nám við lýðháskóla í Svíþjóð Jakobsbergs Folkhögskola í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 1953 og lauk skólagöngu árið 1954. Sama ár hóf hann nám í ljósmyndun á ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar.
Sigurður tók myndir fyrir Þjóðviljann og komst Oddur þannig í tæri við blaðaljósmyndun. Árið 1957 hóf hann störf sem ljósmyndari fyrir Alþýðublaðið og áður en langt um leið hóf hann skrif einnig. Síðar varð blaðamennska hans aðalstarf. Um árabil ljósmyndaði hann einnig fyrir Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó.
Um skeið hvarf Oddur frá blaðamennsku og rak ljósmyndastofu, en sneri svo aftur upp úr miðjum sjöunda áratugnum, þá sem blaðamaður Tímans. Á Tímanum starfaði hann í um þrjá áratugi. Árið 1986 varð hann aðstoðarritstjóri blaðsins og síðar ritstjórnarfulltrúi þegar dagblaðið Dagur og Tíminn voru sameinuðust undir nafninu Dagur Tíminn á árunum 1996 til 1997. Ferli sínum lauk Oddur á DV og starfaði þar til ársins 2000.
Oddur og Sigríður Ásdís áttu saman fjögur uppkomin börn, Öldu Völu Ásdísardóttur, f. 29. maí 1957, Sigurborgu Oddsdóttur, f. 9. maí 1958, Þórarinn Oddsson, f. 8. júní 1963, og Ólaf Oddsson, f. 8. júní 1963.
Sjá einnig blaðamannaminni hér á síðunni