- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Nú í dimbilvikunni standa vonir til þess að félagar í BÍ fái með póstinum nýjan Blaðamann heim til sín. Í blaðinu er gerð grein fyrir nýafstaðinni verðlaunahátíða blaðamanna, bæði Blaðamannaverðlaunum og eins Myndum ársins. Þá er farið ítarlega yfir sögu blaðaljósmyndasýninga og Jóhannes Kr Kristjánsson segir frá Pulitzer verðlaununum en hann var meðal þeirra sem stóðu að umfjölluninni um Panamaskjölin sem þar var verðlaunuð.
Eins og venjulega er líka hægt að skoða Blaðamanninn rafrænt og þeir sem ekki vilja bíða eftir pappírsútgáfunni geta skoðað blaðið hér.