- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmargir íslenskir fjölmiðlamenn hafa á liðnum árum sótt norræna endurmenntunarnámskeiðið, sem oft er kallað Árósanámskeiðið. Námskeiðið mun standa í þrjár vikur, frá 20. oktober til 8. nóvember. Það hefst í Árósum sunnudaginn 20.október. Síðan fara þátttakendur til Ríga í Letlandi. Síðan heimsækja þeir Stokkhólm og verða m. a. viðstaddir verðlaunaafhendingu norrænu bókmennta- og kvikmyndaverðlaunanna. Að endingu verður farið til Brussel til þess að kynnast starfsemi Evrópusambandsins. Innritun á námskeiðið er þegar hafin.
Árósanámskeiðið á sér langa sögu en þetta tilboð hefur verið í gangi síðan 1957. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og hafa margir Íslendingar tekið þátt í þessu á þessum rúmu 60 árum.
Tilgangur námskeiðsins er í raun tvíþættur. Annars vegar sá að kynnast mikilvægum norrænum málefnum, sem eru efst á baugi hverju sinni og hins vegar að byggja upp tenglsanet blaðamanna á Norðurlöndum.
John Frölich framkvæmdastjóri verkefnisins segir að mikilvægt sé að fá þátttakendur á námskeiðið frá öllum norrænu þjóðunum og hvetur hann íslenskt fjölmiðlafólk til þess að kynna sér þetta tilboð. Hann segir að auk þess að fjalla um norræn málefni verði að þessu sinni lögð áhersla að kynna þátttakendum sambýli íbúa í Letlandi og íbúa í Rússlandi. Þá segir hann að fyrirhuguð útganga Breta úr Evrópusambandi geri heimsóknina til Brussel einstaklega áhugaverða, sérstaklega fyrir Norðmenn, Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga sem standa utan sambandsins.
Frekari upplýsingar um námskeiðið vetir Elisabeth Bjarlöv, eb@dmix.dk