- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Enn á ný býður NJC, Norræna endurmenntunarstofnunin, upp á 3 vikna námskeið fyrir norræna blaðamenn. Íslenskir blaðamenn hafa verið duglegir við að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að ná sér í góða endurmenntun og byggja samtímis upp mikilvægt tengslanet í grannlöndunum.
Árósanámskeiðið verður haldið frá 21. október til 9. nóvember og verður skipt niður í þrjár einingar, ein vika á Árósum, ein í Osló og ein í Brussel. Umsóknarfrestur er til 5. júni en alls geta 18 blaðamenn fengið inni á námskeiðinu. Hægt er að sækja um á njc@dmjx.dk.
Á námskeiðinu verður fjallað um þau mál sem eru í brennidepli á Norðurlöndum, Norðurlöndin og Evrópusambandið og undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á samfélagsmiðla og þar hafa margir blaðamenn stígið sín fyrstu alvöru skref með að nýta þá í daglegu starfi.
Íslendingar hafa verið duglegir við að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að ná sér í ný sambönd og fá innsýn inn í norræn málefni. Námskeiðið fer fram að hluta til á skandinavisku en að hluta til á ensku og John Frölich, yfirmaður NJC, segist gjarnan vilja sjá minnst 2-3 Íslendinga á námskeiðinu að þessu sinni. Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóð til að mæta hlua kostnaðar vegna þátttöku í NJC-námskeiðinu.
Sjá heimasíðu NJC hér