- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samtök fjölmiðlafyrirtækja ( MBL) og Samtök lausamanna í blaðamennsku(free lance) í Noregi skrifuðu undir rammasamning á dögunum um kaup og kjör lausamanna, þar á meðal höfundarétt. Samtök lausamanna eru undirsamtök Blaðamannafélags Noregs (NJ) og tók þessi nýi samningur gildi nú á sunnudaginn, þann 1. apríl. Þessi samningur þykir marka nokkur tímamót á evrópska vísu og hefur hann verið í undirbúningi í tæp tvö ár, eða síðan í byrjun apríl 2016. Þetta felur m.a. í sér að NJ og MBL munu útbúa sérstakt eyðublað sem lausmenn geta notað til að gera verksamning og í þeim samningi er óheimilt að semja um lakari kjör en kveðið er á um í rammasamningnum.