- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Portrett myndataka getur verið með ýmsu móti og skemmtilegt verkefni sem birtist í helgarblaða VG í Noregi í sumar er nú komið í úrslit í alþjóðlegri ljósmyndakeppni sem kallast Sony World Photography Awards. Verkefnið fólst í því að taka portrett myndir af hundum og eigendum þeirra, en þemað var að sýna líkindin með hundunum og eigendum þeirra. Niðurstaðan er að mörgu leyti sláandi, en ekki var notast við neinar sérstakar förðunar- eða stílbrellur á myndunum þó þær hafi vissulega verið unnar eftir á eins og gerist og gengur. Á vefsíðu norska Blaðamannsins er nú að finna skemmtilegt viðtal við ljósmyndarann, Krister Sörbö. Þar kemur m.a. fram að það sé erfiðara að ná góðri portrett mynd af manni en hundi!