- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
NRK, norska ríkisútvarpið, er nú að endurskipuleggja starfsemi sína og í því ferli stendur til að fækka talsvert starfsfólki. Þetta hefur valdið talsverðum deilum og áhyggjum meðal starfsmanna fjölmiðlilsins og m.a. hefur norska Blaðamannafélagið nú stefns NRK fyrir ólögmætar uppsagnir. Það sem málið snýst m.a. um er að NRK hefur notað Austurlands deildina hjá sér sem eins konar úrtakseiningu þar sem endurskipulagningin fer fram og tilheyrandi niðurskurður á starfsfólki. Hins vegar eru mjög stífar reglur um uppsagir og starfsaldur hjá norskum blaðamönnum hjá NRK og skýst deilan um það. Hitt virðist þó nokkuð ljóst að enn er niðurskurður og fækkun starfsfólks framundan og sagði lögmaður NRK það beinlínis í réttarsal í gær.