- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Námskeið um upplýsingalögin og hvenær er skylt og hvenær heimilt að gæta leyndar verður haldið á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands þriðjudaginn 17. október næstkomandi. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og dósent við lagadeildi HÍ. Í námskeiðinu verður farið yfir helstu undanþágur frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum með tilliti til þess hvernig þær hafa verið skýrðar í dómaframkvæmd Hæstaréttar og úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Verð fyrir námskeiðið er 17.500 kr. Og þess má geta að félagsmenn BÍ geta sótt um styrk úr Endurmenntunarsjóði.