- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Konur í fjölmiðlum hafa þagað allt of lengi, rétt eins og konur í öðrum stéttum. Við þegjum ekki lengur. Við stígum fram og vekjum athygli á áreitni, kynbundinni mismunun og kynferðisofbeldi sem hefur fengið að þrífast gagnvart konum í fjölmiðlum.“ Þetta segir m.a. í yfirlýsingu sem 238 íslenskar fjölmiðlakonur sendu frá sér í dag. Þar segir enn fremur:
„Við lýsum yfir stuðningi við þær konur sem hafa þegar látið rödd sína hljóma og tekið þátt í þeirri byltingu sem nú á sér staðum allan heim þar sem konur taka höndum saman, konur í ákveðnum starfsstéttum standa saman og safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum, óvelkomnum athugasemdum og þaðan af verra. Þannig er samt hversdagslegur veruleiki kvenna enn í dag, á 21. öldinni í samfélagi þjóðar sem jafnan er kennd við mesta kynjajafnrétti í heiminum. Við erum komin langt, en við þurfum að komast enn lengra.“