- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mótmælin í Charlottsville voru síðasta verkefni blaðaljósmyndarans Ryans Kelly, 30 ára starfsmanns blaðsins The Daily Progress, en hann var að fara að hætta á blaðinu. Hann stóð á gagnstéttinni mitt í mótmælendahópnum sem var að andæfa hægri öfgaaðgerðum hvítra í bænum, þegar Dodge Challenger bifreið var ekið beint inn í mannþröngina með þeim afleiðingum að Heather Heyer, 32 ára lést og að minnsta kosti 19 aðrir slösuðust. Samkvæmt Columbia Journalism Review segir Ryan Kelly að ef atvik hefðu verið örlítið önnur á laugardaginn, gæti hann hafa verið einn þeirra sem urðu fyrir bílnum. Ljósmynd Kellys af þessum atburði fór víða og Washington Post sagði að þetta væri myndin sem myndi “skilgreina þennan atburð í bandarískri sögu.”