- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í tengslum við NJC, Norræna blaðamannaskólann í Árósum, hefur verið skiplagt ljósmyndanámskeið fyrir unga ljósmyndara, með tveimur þekktum ljósyndurum. Þema námskeiðsins er Norræn rússnesk tengsl, og ljósmyndararnir sem kenna á námskeiðinu eru rússneski verðlaunaljósmyndarinn Jana Romanova, og hinn danski DMJX-kennari, Mads Greve.
Hægt er a fá styrki til uppihalds og ferðalaga fyrir þá sem komast að, en námskeiðin sjálf eru án endurgjalds. Um er að ræða tvo námskeiðshluta, annars vegar verður námskeiðið í Kalingrad í byrjun apríl og svo vinna menn á vettvangi og hittast síðan aftur í byrjun maí en þá í Reykjavík.
Þegar er byrjað að taka á móti umsóknum og geta menn fengið frekari upplýsingar á heimasíðu NJC