- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Skrifstofa OSCE sem fjallar um fjölmiðlafrelsi (RFOM) í samvinnu við nokkur blaðamannafélög innan EFJ og Siðanets um blaðamennsku (EJN) gáfu á dögunum út bækling með lista af orðum og setningum sem geta verið mjög viðkvæm fyrir íbúa og aðila tengda Kýpur. Orðalistinn er birtur á þremur tungumálum, ensku, grísku og tyrknesku. Bæklingurinn, sem ber yfirskriftina „Words that matter“, er gefinn út undir þeim formerkjum að blaðamenn vilji axla ábyrgð og takmarka eftir því sem hægt er hatursorðræðu. Það er enginn annar en Aidan White, fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna og núverandi forseti ENJ sem stjórnaði samantektinni á þessu kveri, sem er til marks um að átak af þessu tagi er stutt og nýtur fylgis helstu áhrifamanna innan evrópskrar blaðamannahreyfingar.
Í formála sínum segir Aidan White m.a. að þetta sé ekki: