- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þrátt fyrir mikla erfiðleika sem fjölmiðlafyrirtæki um allan heim hafa staðið frammi fyrir undanfarin misseri þá hefur samtökum blaðamanna tekist að hækka laun félags sinna, varðveita störf þeirra og tryggja kjarasamninga undanfarna 12 mánuði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur gert meðal 60 aðildarfélaga sinna í tilefni af alþjóðlegum degi vinnuverndar sem var sl. laugardag. Í könnuninni kemur einnig fram að sterk stéttarfélög í bland við trygga vinnulöggjöf eru lykilatriði í að tryggja góð og eðlileg vinnuskilyrði fyrir blaðamenn. Neikvæðari atriði komu einnig fram í könnuninni, en ljóst er að andstaða við frjálsa kjarasamningagerð, lág laun og bág réttindi lausamanna ógna vinnuskilyrðum blaðamannastéttarinnar vítt um veröld.
Myndband: Join Your Union Today on Biteable