- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Það berast heldur slæmar fréttir af falsfréttamálum í Bandaríkjunum. Samkvæmt könnun sem Monmouth Háskólinn sendir frá sér nýlega telja stórir hópar Bandaríkjamanna að hefðbundir fjölmiðlar flytji falsfréttir og að utanaðkomandi aðilar séu virkir í því að planta slíkum fréttum inn í fréttatíma stóru landsdekkandi miðlanna. Um það bil 3 af hverjum 4 Bandaríkjamönnun telja að helstu fréttastofur flytji falsfréttir og um 46% telja að þær geri það reglulega. Og þegar kemur að spurningunni um það hvernig fólk skilur hugtakið „falsfréttir“ þá telur fólk það ekki síður eiga við um ritstjórnarlegar ákvarðanir um rangfærslur hjá hefðbundnum miðlum en einhverja ónákvæmni í frásögnum. Einnig kemur fram í þessari könnun að Trump forseti nýtur minna trausts en flestar helstu sjónvarpsstöðvar og fréttaveitur.