- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Þetta er vissulega jákvæð tíðindi og ánægjuleg og skref í rétta átt. Blaðamannafélagið hefur um árabil talað fyrir því að ríkisvaldið styðji við fjölmiðlarekstur til þess að tryggja stjálfstæða og faglega blaðamennsku“. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins um nýar tillögur menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mikilvægt að ríkisvaldið sé byrjað að feta sig þessa slóð til samræmis við það sem tíðkast hafa í nágrannalöndunum árum saman og það verði forvitnilegt að fylgjast með nánari útfærslu þegar frumvarpið komi fram og umræður verði um það í þinginu og utan þess. Hann sakni þess hins vegar að ekki séu settar fram hugmyndir um sjóð fyrir rannsóknarblaðamennsku, sem blaðamenn geti sótt í til að vinna einstök verkefni, enda sé tækni orðin slík að blaðamenn geti starfað utan hefðbundinna ritstjórna fjölmiðlafyrirtækjanna. Það sé gríðarlega öflugt og ódýrt tæki til þess að dýpka og efla lýðræðislega umræðu í landinu. Þá veki það athygli að ekki sé sérstaklega hugað að viðkvæmri flóru smærri fjölmiðla og þá sérstaklega landsbyggðarmiðla í tillögunum, sem margir séu gríðarlega mikilvægir nærsamfélaginu, en mögulega eigi það eftir að skýrast betur, þegar tillögurnar taki á sig meira form.
Lilja Alfreðsdóttir kynnti í gær tillögur sínar um stuðning við fjölmiðla og fela þær m.a. í sér endurgreisðu hluta kostnaðar vegna ritstjórnarefnis rit- og ljósvakamiðla.
Þá verður dregið úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, virðisaukaskattur rafrænna áskrifta lækkaður úr 24% í 11%, opinber stuðningur við textun, táknmálstúlkun og talsetningu í myndmiðlum aukinn, skattlagning vegna kaupa á auglýsingum samræmd milli íslenskra og erlendra netmiðla og gagnsæi í opinberum auglýsingakaupum aukið.
Sjá frétt menntamálaráðuneytis hér