- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bæði Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hafa tekið undir með Blaðamannasambandi Ítalíu, FNSI, og fordæmt hugmyndir ítölsku ríkisstjórnarinnar um að hætta óbeinum stuðningi við dagblöð. Leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, Luigi Di Maio, segir að dagblöðin sé að menga umræðuna í landinu og noti til þess að hluta almannafé. Í tengslum við fjárlagagerðina hefur verið til umræðu að draga úr óbeinum stuðningi og um helgina boðaði Di Maio að í undirbúningi væru tilmæli til opinberra stofnana að hætta að kaupa dagblöð. Verði af því er höggvið djúpt í tekjustofna margra blaða.