- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Írskir free-lance blaðamenn hafa nú fengið samningsrétt, þ.e. rétt til að vinna eftir sameiginlegum kauptaxta sem ákveðinn hefur verið í samningum milli atvinnurekenda og blaðamannasamtaka. Þessi mikilvæga breyting varð við það að írska þingið samþykkti nú um mánaðarmótin viðbót við samkeppnislögin sem heimila ákveðinni tegund af einyrkjum að vera undanlegnir ákvæðum laganna. Nú eru liðin um 13 ár frá því að Samkeppniseftirlitið í Írlandi úrskurðaði að taxtar sem blaðamenn eða listamenn hafa samið um á vettvangi félaga sinna væru brot á samkeppnislögum. Um þetta segir Séamus Dooley, framkvæmdastjóri NUJ, Blaðamannabandalags Bretlands: „Þetta er umtalsverður árangur fyrir verkalýðshreyfinguna og sýnir mátt þrautseigjunnar. Við hefðum aldrei átt að verða fórnarlömb hugmyndafræðilegrar þröngsýni Samkeppniseftirlitsins í túlkun á kjarasamningum.“
Sjá einnig hér