- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Opposition.
Í maí 2012 ruddust eitt hundrað lögreglumenn vopnaðir sveðjum og byssum, ásamt stórvirkum vinnuvélum inná Paga Hill landnemabyggðirnar í borginni Port Moresby á Papúa Nýju Gíneu til að ryðja burt húsum íbúanna. Lögreglumennirnir skutu á mannfjöldann, lömdu og hjóu til fólks með sveðjunum. Svæðið átti að rýma fyrir byggingu fimm stjörnu ferðamannastaðar með hótelum, glæsiíbúðum, verslunum og veitingastöðum. Íslendingur er í forsvari fyrir fyrirtækið sem stóð að framkvæmdinni.
Í heimildarmyndinni The Opposition er fylgst með baráttu Joe Moses leiðtoga þeirra 3000 íbúa sem bjuggu á svæðinu. Þrátt fyrir að Joe væri í lífshættu vegna baráttu sinnar gegn stjörnvöldum hélt hann áfram og barðist fyrir fólkið sitt fyrir dómstólum í Papúa Nýju Gíneu í þrjú ár. Heimildarmyndinn hefur verið sýnd víða við mikið lof, meðal annars á Hot Docs í Toronto. Aðstandendur myndarinnar hafa þurft að standa í ströngu fyrir dómstólum til að hrinda tilraunum til að hindra sýngu hennar.
Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku og Blaðamannafélag Íslands standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Opposition í Bíó Paradís fimmtudagskvöldið 6. apríl klukkan 20:00. Að lokinni sýningu myndarinnar munu aðstandendur myndarinnar taka við spurningum frá áhorfendum. Umræðum stjórnar Kristinn Hrafnsson blaðamaður.
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni