- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Talsvert er nú fjallað um það á vefsíðum um blaðamennsku og fjölmiðlum hvort leiðir Facebook og blaðamennsku séu nú að skilja eftir tiltölulega stutt en áhrifarík kynni. Ástæðan er sú að Facebook tilkynnti í síðustu viku að að breyta ætti fréttaflæðis síðu (news feed) miðilsins þannig að færslur frá fjölskyldum og vinum fengju meira rými en færslur frá stofnunum eða lögaðilum þar á meðal fjölmiðlum. Þar sem fréttafæðið frá fjölmiðlum í gegnum Facebook hefur verið gríðarlegt alls staðar í heiminum, velta menn því nú fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa fyrir fjölmiðlana og blaðamennskuna. Mark Zuckerberg sagði í viðtali við New York Times í síðustu viku að þessi breyting ætti að stuðla að merkingarbærari samskiptum milli fólks í stað þess óvirkrar neyslu á myndböndum og greinum frá fjölmiðlagáttum.
Sitt sýnist hverjum um áhrif þessara breytinga, en sumir dálkahöfundar eins og Frédéric Filloux hafa bent á að breytingarnar skapi tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og nota þá meiri tíma og krafta í að ástunda góða blaðamennsku og framleiða ritstjórnarefni af meiri gæðum.
Sjá meira hér
Sjá einnig hér