- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Forseti Íslands sæmdi í gær, nýársdag, Gunnar V. Andrésson ljósmyndara riddarakrossi fyrir störf á vettvangi íslenska fjölmiðla.
Í bókinni „Í hörðum slag – íslenskir blaðamenn II“ sem kom út í fyrra er rætt við Gunnar og birtar myndir sem hann hefur tekið undanfarna hálfa öld eða svo. Þar segir m.a. þetta:
„Svo vill til að einn viðmælenda í bókinni, Gunnar V. Andrésson, hefur skráð þetta viðburðaríka tímabil í Íslandssögunni á myndrænan hátt með fréttamyndum sínum. Myndir hans gefa innsýn í sálarlíf þjóðarinnar á þessu tímabili, hvað og hverjir þóttu áhugaverðir á hverjum tíma og hvernig myndir mátti taka og birta. Gunnar rekur það í viðtalskaflanum hvernig aðstæður og tækni breyttu starfi hans sem blaðaljósmyndara, en í myndunum sem hér birtast má sjá 50 ára sögu þjóðar í blaðaljósmyndum.“