- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála stendur fyrir námskeiði um gildissvið upplýsingalaga föstudaginn 23. febrúar 2018, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofa H-101 í Hamri. Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þátttökugjald er kr. 17.500- en félagsmenn BÍ geta sótt um styrk úr sjóðum félagsins til að hafa upp í kostnað.
Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvaða rétt almenningur á til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Fjallað verður um það hvenær lögin gilda og hvaða undanþágur eru frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs. Umfjöllunin verður studd raunhæfum dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis. Í kennslunni verður að verulegu leyti stuðst við raunhæf dæmi og verkefni þannig að þátttakendur öðlist færni í því að leysa sjálfir úr þeim viðfangsefnum sem koma til kasta þeirra á grundvelli upplýsingalaga.
Markhópur:
Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja og öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra. Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum. Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni í tengslum við beitingu upplýsingalaga:
Hægt er a ð skrá sig hér
Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Lára Hrönn Hlynsdóttir, verkefnisstjóri, á larah@hi.is eða í síma 525-5434.