- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fréttastofa RÚV birtir í dag frétt upp úr nýrri skýrslu Fréttamanna án landamæra um manskaða meðal frétamanna í ár. Í fréttinni segir: „65 frétta- og fjölmiðlamenn voru myrtir eða dóu við skyldustörf það sem af er árinu 2017, samkvæmt árlegri skýrslu Fréttamanna án landamæra (RSF) sem birt var í morgun. Þar af eru 50 manns sem hafa blaða- og fréttamennsku að aðalatvinnu, og hafa ekki verið færri um 14 ára skeið. Þessi ánægjulega þróun er hins vegar rakin til þess, að minnsta kosti að einhverju leyti, að þeim fer fækkandi, sem voga sér að leita frétta á hættulegustu svæðum heims.“
Skýrsluna má sjá hér