- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag dauð ómerk nokkur ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 sem birtust í fréttum, auk þess sem blaðamönnunum er gert að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna meiðyrða og brots á friðhelgi einkalífs í fréttum um meinta nauðgun í Hlíðahverfi í Reykajvík.
Mál þetta vakti mikla athygli í nóvember 2015 og voru viðhöf mótmæli fyrir utan lögreglustöðina í Reykjavík. Kærum á hendur mönnunum var hins vegar vísað frá en mennirnir hlutu af þessu skaða. Þó þeir hafi ekki verið nafngreindir í þessum fréttum voru þeir nafngreindir á netinu.
Kært var vegna fjölmargra ummæla í fréttum Fréttastofu 365 og var sýknað í mörgum þeirra en dæmd sekt í öðrum.
Í dómsorði kemur fram að stefndi, Heimir Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum; stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum; stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði öðrum manninum 100.000 krónur, með vöxtum en hinum manninum 200.000 krónur með vöxtum. Þá skal birta forsendur og dómsorð dómsins eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Þá skulu stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað.
Fram hefur komið í viðtölum við Kristínu Þorsteinsdóttur aðalritstjóra fréttastofu 365 að þessum dómi verði áfrýjað.