- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bilið milli þeirra Bandaríkjamanna sem fá fréttir sínar af netinu og þeirra sem fá fréttir sínar úr sjónvarpi er að minnka. Frá og með ágúst síðast liðnum sýna mælingar að 43% Bandaríkjamanna fái „oft“ fréttir sínar af netmiðlum sem er aðeins 7 prósentustigum minna en þau 50% sem segjast fá fréttir sínar „oft“ úr sjónvarpi. Þetta kemur fram í könnun á vegur PEW Rannsóknarmiðstöðvarinnar í ágúst. Snemma á árinu 2016 var þetta bil 19 prósentustig, eða meira en tvöfalt stærra en það er nú.