- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmiðlar þurfa að gæta fyllstu varkárni í umfjölun sinni um geðsjúkdóma, sérstaklega er umfjöllun um sjálfsvíg vandasöm. Þar þarf áherslan að vera á vonina og hugsanlega lækningu sem lausn á vanda einstaklingsins, en ekki á sjálfsvígin sem slík, vegna þess að umfjöllun um þau getur haft smitáhrif. Þetta er meðal þess sem kemur fram í athyglisverðu erindi sem Ferdinand Jónsson, geðlæknir sem starfar í Bretlandi flutti á læknadögum fyrir skömmu undir yfirskriftinni „Fjölmiðlar og geðsjúkdómar.“ Upptöka af erindinu fylgir með þessari færslu.