- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Net - áreitni gagnvart blaðamönnum er vaxandi vandamál á Norðurlöndunum og um heim allan og þessi tilhneiging er líka þekkt á Íslandi. Blaðamannafélagið í Finnlandi hefur útbúið viðbragðspakka fyrir blaðamenn sem sæta slíkum árásum, en þær eru taldar geta stuðlað að sjálfsritskoðun og þöggun blaðamanna auk þess að hafa ýmis konar neikvæð sálræn áhrif. Í þessum finnska pakka er athyglisvert plakat eða veggspjald sem finnski Blaðamaðurinn, fagrit Blaðamannafélagsins, hefur birt og útbúið í útpentanlegu formi svo menn geti hent það upp á vinnustaðnum.