- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Falsfréttir, fjölmiðlar og lýðræði”. Er yfirskriftin á opnum fundi sem haldin verður fimmtudaginn 13. september frá 12:00-13:30 í Norræna húsinu. Fundurin er haldinn á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Sendinefndar ESB á Íslandi. Á fundinum mun Giles Portman ræða um falsfréttaherferð Rússlands, sem herjar á Evrópusambandið, nágrannaríki þess og lýðræðisleg gildi sem slík. Hvernig er best að bregðast við þessu? Hvaða skref þarf að taka til þess að bæta og auka stuðning við fjölmiðla innan ESB?
Í pallborði á eftir erindi Portmans munu vera þau Elfa Ýr Gylfadóttir, frkv. Fjölmiðlanefndar, Jón Ólafsson prófessor og Smári McCarthy þingmaður, en fundarstjóri verður Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild.
Fundurinn er öllum opinn og fer hann fram á ensku.