- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Thorbjörns Jaglands, um „stóðu réttarríkis, lýðræðis og mannréttinda“ í Evrópu (aðildarríkjum Evrópuráðsins) koma m.a. fram mjög ákveðnar tillögur um það að bæta þurfi öryggi blaðamanna og að tryggja þurfi með samvinnu margra aðila ábyrgð í dreifingu frétta og ritstjórnarlegri ábyrgð. Í skýrslunni er mikil áhersla lögð á mikilvægi faglegrar blaðamennsku og þar segir m.a. eftirfarandi: “Sú mikla lýðræðisvæðing sem fylgir internetinu mun þó aldrei geta komið í staðinn fyrir góða faglega blaðamennsku. Það er ólíklegt að spilltir embættismenn muni hræðast tilfallandi umfjöllun á netinu, en þeir munu beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að málum þeirra verði brugðið undir birtu raunverulegrar rannsóknarblaðamennsku.” (bls. 29)
Í skýrslunni er Ísland nefnt sem dæmi um hvernig dómstólar og lögbönn hafa tafið og hindrað gagnrýna blaðamennsku og er þar vitnað í lögbannsmálið á gögn frá þrotabúi Glitnis gagnvart Stundinni og Reykjavík Media.