- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
BBC hefur nú ákveðið að það muni ekki áfrýja dómi þar sem segir að fréttaflutningur stofnunarinnar af húsleit hjá Sir. Cliff Richard hafi verið óeðlileg innrás í einkalíf hans. Þar var tekist á um að BBC fylgdist með og sagði frá húsleitinni og notaði m.a. til þess þyrlur, en Cliff Richards var þá til rannsóknar í barnaníðingsmáli. Engar ákærur voru þó gefnar út, og Cliff Richard stefndi BBC í kjölfarið þar sem umfjöllunin hafi verið óeðlilegt inngrip í einkalíf hans. Söngvaranum voru dæmdar umtalsverðar bætur og hefur þess verið beðið hvort BBC muni áfrýa málinu eða ekki – en nú liggur fyrir að svo verður ekki. Ástæðan mun vera sú að lögfræðileg ráðgjöf segir það ekki líklegt að dóminum verði snúið við og lögfræðikostnaður og önnur útgjöld hafa þegar verið umtalsverð undanfarin fjögur ár og myndu aukast verulega með áfrýjun.
Þessi niðurstaða veldur nokkrum áhyggjum hjá blaðamönnum og fjölmiðlaáhugafólki þar sem mikilvægar spurningar vakna um hvaða staðreyndum megi segja frá og hverjum ekki – hvort ekki megi segja frá lögregluaðgerðum gagnvart einstaklingi áður en formleg ákæra er sett fram? Jafnvel þótt að um opinbera presónu, heimsfrægan söngvara í þessu tilfelli, sé að ræða.