- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Daphne Caruana Galizia, 53ja ára rannsóknarblaðamður á Möltu var í gær drepin með bílsprengju nálægt heimili sínu í bænum Bidnija. Evrópusamband blaðamanna og Alþjóðasamband blaðamanna hafa fordæmt þennan verknað. Daphne Caruana Galizia var þekkt fyrir afhjúpandi blaðamennsku sína, nú síðast í tengslum við panamaskjölinm en blogg hennar Running Commentary var einhver mest lesna vefsíða á Möltu.
Til að sýna fjölskyldu Daphne Caruana Galizia samúð og yfirvöldum á Möltu aðhald við rannsókn málsins hefur Evrópusamband blaðamanna hvatt blaðamenn vítt um álfur og forustumenn blaðamanna til að taka af sér mynd með miða sem á stendur "Justice for Daphne" #DaphneCaruana og deila á samfélagsmiðlum. Hjálmar Jónsson hefur þegar riðið á vaðið og hvetur félaga BÍ til að gera slíkt hið sama.
Daphne Caruana Galizia