- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samkeppniseftirlitið birti í dag frummat sitt vegna kvörtunar Símans yfir háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði vegna HM í knattspyrnu. Niðurstaða eftirlitsins er að ekki sé tilefni til að hefja formlega rannsókn á málinu á grundvelli þeirra tveggja lagagreina sem eiga við í þessu máli, þ.e. annars vegar að RÚV hafi misnotað sér markaðsráðandi stöðu eða hins vegar að opinber aðili megi ekki með athöfnum sínum takmarka samkeppni.
Hins vegar er það á verksviði Fjölmiðlanefndar að hafa eftirlit með því hvort RÚV hafi bortið ákvæði í lögum um RÚV og fram kemur í frummatinu að Fjölmiðlanefnd er að skoða málið hjá sér en þeirri athugun er ekki lokið. Samkeppniseftirlitið gefur aðilum á markaði kost á því í frummats freinargerð sinni að koma frekari athugasemdum á framfæri vegna málsins, áður en endanleg ákvörðun er tekin um það hvort formleg rannsókn verði hafin eða því lokið án frekari athugunar.
Sjá frummat Samkeppniseftirlitsins