- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í gær, 15 nóvember, hitti innanríkisráðherra Ítalíu fulltrúa blaðamannasamtakanna FNSI, til að ræða tjáningarfrelsi og stöðu og öryggi blaðamanna í landinu. Daniele Piervincenzi, sem er sjónvarpsfréttamaður við ríkissjónvarpsstöðina RAI var beinlínis barinn af viðmælenda sínum, Roberto Spada, en hann er bróðir háttsetts mafíuforingja og hefur áður orðið uppvís að ofbeldi – þó það hafi ekki verið gegn blaðamönnum og í upptöku. Viðtalsefnið snerist um staðbundnar kosningar í Ostia og átti þessi atburður sér stað þann 7. nóvember sl. Fréttamaðurinn var að spyrja um tengsl Roberto Spada við hægri-öfgasamtök og uppskar nefbrot og barsmíðar. Myndatökumaðurinn, Edoardo Anselmi, tók atburðinn upp en fékk líka að kenna á hökkum frá Roberto Spada.
Evrópusamband blaðamanna hefur fordæmt atvikið og kvartað til Verkefnisstjórnar Evrópuráðsins um vernd blaðamanna vegna þess.
Sjá upptöku af barsmíðunum hér