- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í umsögn Evrópusambands blaðamanna (EFJ) sem birt var nú fyrir helgina um drög að tilskipun ESB um höfundarétt á hinum stafræna innri markaði, kemur fram að samtök blaðamanna hafa áhyggjur af því hvernig efni sem blaðamenn skapa er nýtt og endurnýtt af þriðja aðila á þess að uppruna og höfundaréttar sé gætt.
Segja samtökin að framlag blaðamanna til fjölmiðlunar og upplýsinga til almennings verði að vera viðurkennd og fyrir það að koma eðlilegt endurgjald. Þarna sé um að ræða tilkall höfunda til efnahagslegra og siðferðilegra réttinda þar á meðal sæmdarrétt.
Þá segja samtökin að of algengt sé að blaðamenn séu þvingaðir til að semja frá sér réttindi sín og telur EFJ að slíka samninga eigi beinlínis að banna og ekki eigi að leyfa því að viðgangast að öll höfundarréttindi sé flutt frá blaðamanni til útgefandans.
Hins vegar viðurkennir EFJ að útgefendur hafi vissulega rétt líka og sá réttur komi á milli neytenda og upprunalegu höfundanna, semsé blaðamanna. Útfæra þurfi kerfi höfundaréttar þannig að hagsmunir og réttur bæði blaðamanna og útgefenda verði tryggður þannig að báðir fái í raun sanngjarnt endurgjald í sinn hlut.