- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kjarninn greinir frá því í morgun í ítarlegri fréttaskýringu um stöðu á fjölmiðlamarkaði að á næstu dögum sé von á frumvarpi sem bæta á rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla inn í samráðsgátt stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Kjarnans sýna útreikningar á þeim tveim helstu leiðum sem rætt hefur verið um, það að endurgreiða hluta kostnaðar við gerð ritstjórnarefnis annars vegar og að veita styrki til fjölmiðla hins vegar, að áhrifin séu svipuð og dregur Kjarninn þá ályktun að endurgreiðsluleiðin muni verða ofan á.