- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Athygli félagsmanna BÍ er vakin á tveimur Diplómanámslínum sem Stjórnmálafræðideild HÍ býður upp á, og er önnur í samstarfi við HA.
Umsóknir eru rafrænar og frestur er til 5.6.: https://www.hi.is/framhaldsnam/umsokn_i_framhaldsnam_0
Fjölmiðla- og boðskiptafræði, Diplómanám í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Hægt að taka í fjarnámi. Sjá ítarlega lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum á bls. 36-45: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2018-19_stjornmalaa_.pdf
Markmiðið með meistaranáminu er að byggja upp öflugt fræðilegt og rannsóknamiðað nám, ekki síst í ljós mikils og vaxandi mikilvægis fjölmiðla í lífi fólks og samfélaginu í heild. Diplómanámið er auðvitað styttra en gefur góðan grunn að og innsýn í fjölmiðlarannsóknir. Nám af þessu tagi hefur notið vaxandi vinsælda víða erlendis og mikil gróska er í rannsóknum erlendis á þessu sviði. Áhersla er á að skoða íslenska fjölmiðla og íslenskan veruleika ekki síst í samhengi við það sem gerist annars staðar. Upplýsingar einning á: www.unak.is
Blaða- og fréttamennska 30 eininga Diplómanám- Sjá ítarlega lýsingu á náminu og einstökum námskeiðum á bls. 46-51 í Framhaldsnámsbæklingi Stjórnmálafræðideildar: https://www.hi.is/sites/default/files/thbg/framhaldsbaekl_2018-19_stjornmalaa_.pdf
Í diplómanáminu er lögð áhersla á hagnýt námskeið. Nemendur læra um fjölmiðlarétt, vinnubrögð og siðareglur blaðamanna. Einnig er fjallað um fréttaöflun og fréttaskrif og hvernig laga skuli efni að ólíkum tegundum miðla. Þá læra nemendur að taka upp efni fyrir hljóð- og myndmiðla og að fullvinna efni til birtingar í prent-, vef-, mynd- og hljóðmiðli.
Námskeið í diplómanámi eru metin inn í MA-nám í blaða- og fréttamennsku að því tilskildu að nemandi fái inngöngu í það.
Námið er boðið í samstarfi við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
Nánari upplýsingar veita
Margrét S. Björnsdóttir msb@hi.is, símar 525 4254 og 8677817 og
Valgerður A. Jóhannsdóttir vaj@hi.is, sími 525-4254