- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fréttamiðlar í Bretlandi hafa vitnað oftar en 100 sinnum í tíst sem koma frá rússnesnkum nettröllum, samkvæmt rannsókn sem Guardian hefur gert. Fréttirnar sem hér um ræðir fjölluðu meðal annars um Donald Trump, Donald Glover og Lenu Dunham.
Í júní síðast liðnum birti bandaríska þingið upplýsingar um 1.000 Twitter reikninga sem Twitter telur að hafi verið haldið úti á vegurm „Internet Research Agaency“ (IRA), en það er ríkisstutt upplýsingafyrirtæki í St. Pétursborg sem sérhæfir síg í að framleiða upplýsingamengun. Þessir 1000 reikningar sem upplýst var um í júní eru viðbót við um 2000 reikninga sem vitað var að fyrirtækið hafi áður verið með.