- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur virkjað leyniþjónustu landsins í baráttunni við falsfréttir (fake news) og flæði ranga upplýsinga og hefur talsmaður hennar lýst þessu nýja átaki þannig að þetta sé „markviss öryggisþjónustusveit um upplýsingamiðlun“. Stofnun sveitarinnar mun hafa verið samþykkt af þingmönnum í öryggisráði Bretlands (utanríkismálanefnd), en ráðið er þingnefnd sem hefur yfirumsjón með öryggis og varnarmálum þar í landi.
Talsmaður forsætisráðherra segir að Bretland sé nú komið inn í tímabil falsfrétta þar alls kyns upplýsingar keppi um athygli almennings, og að þessi öryggisþjónustusveit muni fá það sérstaka verkefni að berjast gegn og uppræta dreifingu rangra upplýsinga, hvort sem þær koma frá ríkisreknum uppsprettum eða annars staðar frá. Nákvæmlega hvernig og hvaða skilgreiningar munu liggja til grundvallar því hvað teljast rangar upplýsingar eða falsfréttir er ekki ljóst, en hitt virðist nokkuð greinilegt að öryggissveitin mun starfa undir beinni stjórn ríkisstjórnarinnar og þannig hafa víðtækar heimildir til að skoða, rannsaka og grípa til aðgerða.