- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Framganga lögreglunnar í Hamborg á meðan á mótmælum stóð vegna fundar G 20 iðnríkjanna fyrir helgina, bitnaði ekki einvörðungu á mótmælendum heldur hefur hún einnig komið harkalega niður á þeim sem voru að segja frá og dekka mótmælin. Að minnsta kosti 32 blaða- og fréttamenn hafa verið sviptir blaðamannaaðgangsheimildum sínum til lengri eða skemmri tíma af þýskum stjórnvöldum í kjölfar mótmælanna. Evrópusamband blaðamanna og Blaðamannasamband Þýskalands hafa formlega fordæmt þessar aðgerðir stjórnvalda.
Sjá einnig hér