- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Það að reyna í auknum mæli að ná til ungra blaðamanna og kvenna er meðal þeirra atriða sem blaðamannafélög í Evrópu þurfa að hafa huga að til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þetta er meðal niðurstaðana vinnufundar um 40 forustumanna blaðamannafélaga í Evrópu sem haldin var í Lissabon í kjölfar ársfundar Evrópusambands blaðamanna í síðustu viku.
Í niðurstöðum vinnufundarins koma fram fimm svið sem talin eru mikilvæg fyrir blaðamannafélög að huga að.
Í fyrsta lagi eru það málefni tengd ungum blaðamönnum sem iðulega eru í mjög erfiðri stöðu og búa við ótrygga atvinnu og of lélegri kjör en eldri blaðamenn.
Í öðru lagi eru það málefni tengd konum í blaðamennsku en konur eru að verða sífellt stærri hluti stéttarinnar en samhliða er kynbundinn launamunur mikill. Á því þarf að taka.
Í þriðja lagi þarf að kortleggja betur hverjar eru þarfir og vandamál stéttarinnar þannig að hægt sé að reyna að mæta þeim með markvissari hætti.
Í fjórða lagi er það endurskipulagning á boðmiðlunarleiðum hjá blaðamanafélögum og taka upp aðferðir sem eru líklegar til að ná til yngri markhópa og þar sem fyrirmyndir að því sem vel er gert eru sýndar. Í því sambandi er bent á báráttuherferð fyrir sænska vinnumódelinu sem er beint sérstaklega að fólki undir 35 ára (sjá video).
Í fimmta lagi að gæta þess að þjónusta og starfsemi blaðamannafélaganna taki mið af þarfagreiningu meðal blaðamanna þannig að tryggt sé að starfs félagsins skipti máli fyrir félagsmenn.